Um okkur

Ann-Kristin Künzel

Bragi frá Ytri-Skógum Gná frá Reykjavík

Tina er fædd og uppalin nálægt Frankfurt í Þýskalandi. Byrjaði í hestamennsu árið ´89, fyrst á stórum hestum og síðan á íslenskum hestum 1994, Vann sjálfstæð með tamningar, þjálfun og reiðkennslu með skóla til 2002 á Hestaborg nálægt Frankfurt (www.hestaborg.de). Eftir að hún kláraði stúdentspróf var hún að vinna á nokkrum stöðum í Þýskalandi, m.a. hjá Walter Feldmann Aegidienberg (http://www.gaedingargroup.de), Thorsten Reisinger Ansbach (www.pfaffenbuck.de), Uli&Irene Reber Wurz (www.lipperthof.de) og Klaus Elblinger (www.steinadlerhof.de). Hjá Klaus lærði hún einnig sölumennska/viðskiptafræði í hestavöruverslun og skóla á meðan hún var að þjálfa hesta. Hún tók IPZV reiðkennara C og þjálfara próf árið 2002 í Wurz þegar hún vann hjá Uli og Irene. Hún kom til Íslands árið 2005 og byrjaði strax haustið 2005 á Hólum og kláraði fyrsta árið 2006. Eftir það var hún að vinna sjálfstæð með tamning og þjálfun á Eskifirði og síðan var hún að vinna á Vatnsleysu í Skagafirði hjá Bjössa og Arndísi (www.vatnsleysa.com). Hún tók annað árið á Hólum 2007 og útskrifaðist sem tamningarmaður 2008 eftir verknám á Sólvangi (www.hesturinn.is). Einnig er hún íþróttadómari HÍDÍ.

BT2A0870 Þöl frá Vík

Benedikt Snorrason

Benni er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á hestum, enda er pabbi hans, Snorri Jónsson, mikill hestamaður og hjá honum fæðast ca. 3 folöld á ári. Benni er að auka lærður rafvirki, tók sveinsprófið í júní 2009 og er að vinna í álverinu á Reyðarfirði.
Á meðan hann var í námi fyrir norðan í Fjölbrautaskóli á Sauðárkóki tók hann öll 5 knapamerki, reiðkennarinn var Arndís Brynjólfsdóttir frá Vatnsleysu. Mestan áhuga hefur hann á ræktun og tamningu.

Dísa frá Dalsmynni

Júlíus Freyr & Felix Hrafn

Svali (2006-2016)

svali

Njála

Njála